Fisk í matinn er átak Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sem ætlað er að hvetja fólk á öllum aldri til að hafa fisk oftar á borðum. Könnun sem gerð var leiddi í ljós að margir vildu gjarnan borða fisk oftar enda er fiskur ekki aðeins ljúffengur heldur hefur neysla hans í för með sér afar jákvæð heilsufarsleg áhrif. Því var slegið til og ráðist í átak til að minna fólk á að hafa fisk í matinn. Það er bæði einfalt og fljótlegt og býður upp á alls kyns spennandi möguleika í eldamennsku. Fizzu, facos eða fasagna? Þú bara verður að prófa!