Hráefni

Uppskrift fyrir tvo

200 g bleikja
160 g þorskur
100 g salt 
100 g sykur 
5 g dillfræ 
5 g fennelfræ
5 g saxað dill
100 g rifinn ostur
60 g rifinn cheddar ostur
100 g tómatsalsa
60 g ricotta ostur
30 g smátt skorinn graslaukur
Lasagne plötur
Steikt zucchini (2 zucchini, olía, salt og pipar)

Aðferð

Fiskur
  • Útbúið kryddlög úr salti, sykri, dillfræjum, fennelfræjum og dilli.
  • Skerið fisk í strimla og veltið upp úr kryddlegi.
  • Grafið í 15 mín. í kæli.
  • Skolið í köldu vatni og þerrið.
Zucchini
  • Skerið fyrst langsum og svo til helminga.
  • Steikið á báðum hliðum með olíu, salti og pipar þar til gullinbrúnt.
Fasagne
  • Setjið zucchini í botn á eldföstu móti.
  • Því næst fer ricotta ostur, graslaukur, ostur og cheddar.
  • Setjið fiskinn ofan á ásamt tómatsalsa, ricotta, graslauk og lasagne plötu.
  • Þetta er endurtekið tvisvar til viðbótar.
  • Að lokum er settur ostur, cheddar, ricotta og tómatsalsa.
  • Bakið á 180°C í 40 mín.

Berið fram með salati, brauði og rifnum parmesan osti.