Hráefni

Uppskrift fyrir tvo

Pizzadeig 

1 stk. tilbúið eða heimagert

Álegg

300 g lax
150 g rifinn ostur
1 portobello sveppur
Chilli skorið í sneiðar
Sesamfræ
Kóríander 
Vorlaukur
Hvítlauksolía

Sojablanda

130 g sojasósa
20 g engifer
1 chilli smátt skorið
1 hvítlauksgeiri
1 vorlaukur smátt skorinn
1 stilkur sítrónugras (marinn og brotinn til helminga)

Parmesanmajónes

200 g majónes
50 g rifinn parmesanostur
3 hvítlauksgeirar rifnir

Aðferð

Hrærið saman sojasósu, vorlauk, sítrónugras, hvítlauk, engifer og chilli.

Skerið laxinn í kubba.

Marinerið í sojablöndu í 1-2 klst.


Samsetning

Öllum innihaldsefnum í parmesanmajónesi er blandað saman í matvinnsluvél og svo smurt á pizzuna.

Dreifið osti jafnt yfir pizzuna.

Raðið niðurskornum sveppum og laxabitum á pizzuna. 

Bakið á 180°C í 20 mínútur.

Penslið hvítlauksolíu yfir pizzuna og toppið með chilli, sesamfræjum, kóríander og vorlauk.