Hráefni

Uppskrift fyrir tvo

150 g lax
2 plastblöð eða -arkir eða annað til að setja yfir fiskinn
Buffhamar eða pottur til að fletja út
150 ml soyasósa
10 ml sesamolía
15 g sesamfræ
10 g graslaukur smátt skorinn
10 g vorlaukur smátt skorinn
Salt eftir smekk
Trufflumajónes
Pikklaður laukur
Klettasalat
Parmesan ostur, fínt rifinn
Salt og pipar

Aðferð

Soyagljái
  • Hrærið saman soyasósu, sesamolíu, sesamfræjum, graslauk og vorlauk. 
  • Saltað eftir smekk.
Lax
  • Skerið í þunnar sneiðar.
  • Raðið á plastörk, hellið olíu yfir og leggið annað plast ofan á. 
  • Þrýstið niður með potti eða notið buffhamar til að fletja fiskinn út.
Framreiðsla
  • Leggið laxasneiðarnar á disk og dreifið pikkluðum lauk, trufflumajónesi, klettasalati og soyagljáa yfir.
  • Kryddið með salti og pipar.
  • Stráið rifnum parmesan yfir fyrir framreiðslu.