Hráefni

Uppskrift fyrir tvo

200 g bleikja/eitt flak með roði
60 g smjör
Olía
1 bökunarkartafla
Salt og pipar
70 g Béarnaise sósa (tilbúin eða heimalöguð)

Aðferð

Fiskur
  • Skerið flak í 2-3 bita.
  • Skerið línur í roðið.
  • Steikið á roðinu í olíu á pönnu í 3 mín.
  • Bætið smjöri á pönnuna, snúið fiskinum við og veltið smjöri yfir.
Hasselback kartafla
  • Skerið þunna sneið undan kartöflunni.
  • Skerið þunnar línur u.þ.b. ¾ niður kartöfluna (passið að fara ekki í gegnum hana. Hægt er að leggja 2 trésleifar neðst við kartöfluna og skera niður að sleifunum).
  • Hellið 2 msk. af olíu yfir kartöfluna, kryddið með salti og pipar og leggið smjörkubb ofan á.
  • Bakið á 180°C í 50-60 mín.

Kryddið eftir smekk og berið fram með Béarnaise sósu.