Hráefni

Uppskrift fyrir tvo

200 g lax
250 g sushigrjón (soðin)
4 agúrkuræmur
¼ paprika
10 sneiðar sýrður laukur
2 msk. rækjusalat
2 msk. sterkt majónes
1 msk. sriracha sósa
½  noriblað
1 tsk. wasabimauk
1 tsk. sesamfræ

Aðferð

Skerið laxinn til helminga og svo í þunnar sneiðar.

Setjið noriblað ofan á bambusrúllu.

Jafnið 3 msk. af sushigrjónum á noriblað og penslið wasabimauki í miðju eftir smekk.

Raðið laxasneiðum á enda noriblaðsins.

Raðið agúrku, papriku, sýrðum lauk og rækjusalati í miðjuna. 

Rúllið upp svo laxasneiðarnar séu efst á rúllunni.

Brennið létt með gasbrennara.

Skerið sushirúlluna í jafna bita (u.þ.b. 7-8 bitar úr einni rúllu). 

Berið fram með sterku majónesi, sriracha sósu og sesamfræjum